Ekki óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið

Aurskriðurnar hafa sett mark sitt á bæinn.
Aurskriðurnar hafa sett mark sitt á bæinn. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Um hálf tíuleytið í gærkvöldi kom lítil aurspýja niður á milli tveggja rýmdra húsa í lækjarfarvegi við Botnahlíð á Seyðisfirði. Hún hélst í farveginum að götunni en náði inn á og yfir götuna. Ekkert tjón er sjáanlegt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

„Veðurspá gerir ráð fyrir aukinni úrkomu á Austurlandi með morgninum.  Af þeim sökum telst ekki óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið að sinni. Næstu tilkynningar er að vænta um klukkan hálf ellefu í birtingu,“ segir í tilkynningunni. 

Á annað hundrað íbúa á Seyðisfirði þurftu að rýma heimili sín eftir að hættustigi var lýst yfir vegna skriðufalla. Hættustig er enn í gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert