Banna enduruppbyggingu á skriðusvæðinu

Breiðablik er á meðal þeirra húsa sem ekki verða endurbyggð.
Breiðablik er á meðal þeirra húsa sem ekki verða endurbyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum í dag tillögu þess efnis að bannað verði að endurbyggja húsnæði á þeim lóðum sem urðu fyrir skriðuföllum í desember. Sveitarstjórn lagði tillöguna fram á sérstökum aukafundi í dag þar sem fjallað var um skriðurnar.

Fundinum var streymt beint á vefsíðu Múlaþings. 

Tillagan felur í sér að óheimilt verði að endurbyggja hús á tíu lóðum, þar af fimm íbúðarhúsalóðum. Þær lóðir eru:

Austurvegur 38a (Breiðablik)

Hafnargata 6 (Framhús)

Hafnargata 24 (Berlín)

Hafnargata 26 (Dagsbrún)

Hafnargata 32 (Sandfell)

Hafnargata 28 (Silfurhöllin)

Hafnargata 34 (Turninn)

Hafnargata 29 (Skipasmíðastöð)

Hafnargata 31 (Gamla skipasmíðastöðin)

Hafnargata 38 (Tækniminjasafnið)

Tillagan var samþykkt samhljóða af sveitarstjórninni, en hún var svohljóðandi: 

„Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirfarandi lóðum fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir á ofanflóðavörnum á Breiðabliki, Framhúsið, Berlín, Dagsbrún, Sandfell. og Annarskonar húsnæði: Silfurhöllin, Turninn, Skipasmíðastöðin, gamla skipasmíðastöðin, Tækniminjasafnið.“ 

Tillagan var unnin í samvinnu við Náttúruhamfaratryggingar Íslands og felur hún í sér að þeir sem orðið hafa fyrir tjóni að fá fullar bætur úr sjóðnum samkvæmt brunabótamati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka