Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG í Suðvesturkjördæmi, er til hægri …
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG í Suðvesturkjördæmi, er til hægri á myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjördæmisþing Vinstri hreyfingarinnar  græns framboðs í Suðvesturkjördæmi ákvað á fundi nú síðdegis að hafa forval í efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. 

Áður höfðu Vinstri græn í Norðausturkjördæmi og Vinstri græn í Suðurkjördæmi ákveðið forval, svo þetta er þriðja kjördæmið, þar sem VG velur forval sem aðferð, að því er fram kemur í tilkynningu.

Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmin hafa ekki enn gefið út sínar ákvarðanir um hvernig vali á framboðslista verður háttað.  

VG í Suðvesturkjördæmi kaus sér stjórn á fundinum síðdegis. Björg Sveinsdóttir, Hafnarfirði, er nýr formaður kjördæmisráðsins, en aðrir í stjórn eru Ásbjörn Þ. Björgvinsson, Kópavogi, Ástvaldur Lárusson, Hafnarfirði, Egill Arnarsson, Seltjarnarnesi, Gunnsteinn Ólafsson, Garðabæ, og Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, Mosfellsbæ. Stjórninni var falið að ákveða hvenær og hvernig forvalið verður útfært.

mbl.is