Allar niðurstöður starfsfólks reynst neikvæðar

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem spítalinn þurfti að skima. 

Enn sem komið er hafa allar niðurstöður starfsfólks reynst neikvæðar eða liðlega 100 talsins, rétt eins og hinna 32 inniliggjandi sjúklinga; þetta fólk er ekki með Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. 

mbl.is