Grjót hrundi úr hlíðum K2

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður komst í hann krappann þegar grjót hrundi úr hlíðum fjallsins K2. 

John Snorri, sem reynir nú að vera fyrstur til að klífa k2 að vetri til, er í 2. búðum tindsins. Feðgarn­ir Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali eru með John Snorra í för. 

„Hættuleg augnablik sem við áttum,“ segir John Snorri um grjóthrunið. 

„Við erum þreyttir og munum vera hér yfir nótt. Áætlunin er að vera hér tvær nætur og fara síðan í 3. búðir 15. (janúar). Veðrið verður slæmt hérna í 2. búðum á morgun svo vonandi komumst við í gegnum daginn. Búnaðurinn okkar er allur í lagi, það eina sem vantar er ein súrefnisflaska. Við náum í hana í grunnbúðunum,“ segir John Snorri. 

We just arrived to C2. Lot of rocks collapsing down towards us on 100 km speed, dangerous moments we had there. We are...

Posted by John Snorri on Miðvikudagur, 13. janúar 2021mbl.is