Skimun á krabbameinsdeild öryggisráðstöfun

Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skimun á meðal sjúklinga og starfsfólks blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala, sem og ákvörðun um að loka deildinni fyrir nýjum innlögnum tímabundið, eru varúðarráðstafanir í öryggisskyni, samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. 

Vegna þess hve stutt sjúklingur sem smitaður var af Covid-19 lá á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala er talið ólíklegt að fleiri hafi smitast á deildinni. Nú er unnið að því að skima starfsfólk en sjúklingar voru skimaðir fyrir veirunni í gær og ættu niðurstöður að liggja fyrir um klukkan þrjú í dag.

Líklegt er að hópur starfsfólks í skimun verði aðeins smærri en áður var áætlað eða 20 manns, ekki 30.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is