Þórarinn sækist eftir 2. sæti í Norðaustur

Þórarinn Ingi Pétursson býður sig fram í 2. sæti á …
Þórarinn Ingi Pétursson býður sig fram í 2. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknar í sama kjördæmi. Þórarinn greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær.

Þórarinn Ingi er bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi og hefur sinnt þingstörfum í fjarveru Þórunnar Egilsdóttur á þessu kjörtímabili. Þórunn er nú í sinni annarri krabbameinsmeðferð. 

Fyrir síðustu þingkosningar var Þórarinn í 3. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

„Málefni bænda eru mér hugleikin en ég sat í fimm ár sem formaður sauðfjárbænda og tekið virkan þátt í félagsmálum bænda. Þess vegna er starfsumgjörð landbúnaðarins mér hugleikin og horfur íslensks landbúnaðar. Í honum felast ótal tækifæri til eflingar og nýsköpunar,“ segir í tilkynningu Þórarins. 

Tilkynningu Þórarins má lesa hér: 

Næstkomandi haust kjósum við fulltrúa til setu á Alþingi Íslendinga, til að móta samfélagið. Ég hef notið þeirra gæða og...

Posted by Þórarinn Ingi Pétursson on Tuesday, 19 January 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert