Tvö smit innanlands í gær

Skimað er við Covid-19 í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.
Skimað er við Covid-19 í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust tveir með kórónuveirusmit innanlands í gær. Annar þeirra var í sóttkví en hinn utan. 116 eru í einangrun og 247 í sóttkví. Nú eru 1.267 í skimunarsóttkví. Þeim hefur fækkað sem eru með Covid-19 á sjúkrahúsi á milli daga um tvo og eru nú 18 talsins.

Nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa innanlands er nú 14,7 og 22,4 á landamærunum. Tekin voru 650 sýni innanlands og 447 á landamærunum í gær. 

Tveir voru með virkt smit á landamærunum í gær en daginn áður var ekkert virkt smit á landamærunum. Af þeim sem greindust með virkt Covid-19 smit á landamærunum í gær var einn í fyrri skimun og einn í þeirri síðari. Þrír voru með mótefni og fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Á mánudag reyndust allir vera með mótefni sem greindust á landamærunum, alls fjórir einstaklingar.

Mikil fjölgun hefur orðið á fólki í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu eða um 106 á mili daga. Nú eru 77 í einangrun þar og 196 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 12 smit og 15 í sóttkví og á Suðurlandi eru smitin 19 en 14 í sóttkví. Smit eru í öllum landshlutum.


Nú eru 18 börn með Covid-19 á Íslandi og 31 á aldrinum 18-29 ára. Í næsta aldurshópi, á fertugsaldri, eru 29 smit og 16 meðal fólks á fimmtugsaldri. Enginn yfir áttræðu er með kórónuveiruna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert