Kemur til Önundarfjarðar á hádegi

Varðskipið Þór er nú á leið vestur.
Varðskipið Þór er nú á leið vestur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík klukkan 21 í kvöld og heldur vestur á firði, en áhöfn skipsins hefur verið kölluð út vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Greint var frá því fyrr í dag á mbl.is að Þór yrði sendur af stað í kvöld.

Verður skipið til taks á svæðinu í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir meðan þurfa þykir, að því er segir nú í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Gert er ráð fyrir að skipið verði komið til Önundarfjarðar um hádegisbil á morgun.

Geti nýst við ýmis verkefni

Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar geti nýst við ým­iss kon­ar verk­efni. Um borð í skip­un­um sé áhöfn sem er sérþjálfuð til ým­issa björg­un­ar­starfa, auk þess sem hægt sé að nýta skip­in til að flytja fólk sjó­leiðina ef land­leið reyn­ist ófær. 

Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið til taks á Norðurlandi, einnig vegna snjóflóðahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert