Merki um fjölbreytileika í samfélaginu

Það veitir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta …
Það veitir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta sameinað það sigæfingu. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

„Mörg fyrirtæki hafa um árabil lagt áherslu á að hvetja jafnt konur og karla til að sækja um störf, enda hefur fjölbreytileiki í teymum þótt eftirsóknarverður og fyrirtækjum til framdráttar. Meðvitund um fleiri kynvitundir er að verða útbreiddari og þarna er bara verið að leggja áherslu á að allt fólk sé velkomið.“

Þetta segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, í Morgunblaðinu í dag.

Breytt orðalag í atvinnuauglýsingum hefur vakið athygli að undanförnu. Margir atvinnurekendur og stofnanir virðast leggja áherslu á það þegar leitað er að nýju fólki að ekki sé horft til kyns viðkomandi eða uppruna. Þannig var tiltekið með áberandi hætti í auglýsingu frá Þjóðskrá Íslands á dögunum að öll kyn væru velkomin. Í auglýsingu Borgarbyggðar eftir sálfræðingi var þess getið að áhugasamir skyldu sækja um, óháð kyni og uppruna. Orkuveitan auglýsir sömuleiðis að öll kyn séu hvött til að sækja um hjá fyrirtækinu, svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert