Þorra Kaldi vinsælastur alls þorrabjórs í ár

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Alls seldust 23.336 lítrar af þorrabjór í Vínbúðunum fyrstu tvær söluvikurnar. Það er umtalsverð aukning frá því í fyrra en þá seldust 19.469 lítrar af þorrabjór fyrstu tvær vikurnar. Nemur söluaukningin rétt tæpum 20%. Sala á þorrabjór hófst viku fyrr í ár en verið hefur síðustu ár.

Fimmtán tegundir þorrabjórs eru til sölu þetta árið og nýtur Þorra Kaldi mestra vinsælda, rétt eins og í fyrra. Alls seldust 9.738 lítrar af honum fyrstu tvær vikurnar og hefur salan aukist um 15% á milli ára.

Næstvinsælastur er Bóndi Session IPA en tæpir fjögur þúsund lítrar hafa selst af honum. Þá kemur Víking Vetraröl og í fjórða sætinu er svo Segull 67 þorraöl. Vinsældir þessa þorrabjórs frá Siglufirði aukast til muna milli ára, eða um rúm 46% fyrstu tvær vikurnar. Fimmti vinsælasti þorrabjórinn í ár er hindberjaölið Vetrarsól sem Víking framleiðir. Skammt undan koma svo Þorrmóður frá Gæðingi og Hvalur 2 frá Steðja. hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert