Einn í gæsluvarðhaldi vegna skotárásanna

Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku.
Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður um sextugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags, en maðurinn er talinn tengjast tveimur skotárásum sem áttu sér nýlega stað, og var beint gegn Samfylkingunni og borgarstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar fyrir rúmri viku, og á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir utan heimili hans aðfaranótt fimmtudags.

Þá hefur annar karlmaður réttarstöðu sakbornings í málinu, en hann hefur ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald enn.

Í fyrri tilkynningu lögreglu kom fram að sá sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi verið á fimmtugsaldri. Það hefur nú verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert