Reyndist eftirlýstur í öðru máli

mbl.is/Arnþór Birkisson

Ökumaður sem lögreglan stöðvaði við eftirlit í Kópavoginum í gærkvöldi var ekki með nein skilríki á sér og grunaður um að hafa ekið bifreiðinni án þess að vera með ökuréttindi. Í ljós kom að maðurinn er eftirlýstur í öðru máli og var hann því vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Kringlumýrarbraut í nótt sem mældist á 141 km hraða þar sem heimilt er að keyra á 80 km hraða. 

Tveir ökumenn voru stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna í umferðinni í gærkvöldi. Annar þeirra var með fíkniefni í fórum sínum og hinn hefur ítrekað verið stöðvaður fyrir akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert