Telja sig vera með skotmanninn í haldi

Fjórir einstaklingar sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í fyrradag …
Fjórir einstaklingar sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í fyrradag voru leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gærkvöldi.

Rannsókn lögreglunnar á manndrápinu í Rauðagerði um síðustu helgi miðar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Alls hafa átta verið handteknir í þágu rannsóknar málsins, fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir hinum fjórum.

Lögreglan telur sig vera með skotmanninn í haldi en útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki. Maðurinn sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði hét Armando Beqirai. Hann var fæddur í Albaníu árið 1988 og lætur eftir sig ófríska konu og ungt barn.

Einn angi rannsóknarinnar snýr að því hvort málið tengist erlendum skipulögðum glæpasamtökum að einhverju leyti en allir nema einn hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar, flestir búsettir hér á landi.

Lögregla telur möguleikann á því að skotmaðurinn hafi flúið land eftir morðið ekki mikinn. „Við teljum okkur vera með hann. En eins og ég segi þá erum við að skoða þátt hvers og eins aðila í málinu,“ sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn í  umfjöllun um mál þetta í Mprgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert