Upptaka: Útrýmum biðlistum

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Viðreisn er með opin fund um biðlistavandann og nauðsyn þess að þjónustan við fólk sé sett í forgang. Fundurinn hófst kl. 12 og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér. Fram kemur í tilkynningu að Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fái til sín góða gesti.

Þeir eru Gísli Páll Pálsson, formaður Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Grundarheimilanna, og Tryggvi Guðjón Ingason, formaðu Sálfræðingafélag íslands. Hún ræðir stöðuna við þá og sýnir myndbrot með reynslusögum fólks úr kerfinu.

„Hvort sem það snýr að sálfræðiþjónustu, dvöl á hjúkrunarheimilum eða mikilvægum aðgerðum á borð við liðskiptiaðgerðir þá er það biðin eftir þjónustu sem á einna stærstan þátt í að auka vanda og þjáningu fólks. Hvað veldur og hvað er hægt að gera?“ segir í tilkynningu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert