Nýir starfsmenn hjúkrunarheimila ódýrari

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir ljóst að kostnaðurinn við rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri muni lækka fljótlega þar sem nýir starfmenn verða ráðnir á öðrum samningum en þeir sem unnu hjá Akureyrarbæ þegar hann rak heimilin. 

Þetta kemur fram í viðtali N4 við Ásthildi.

Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. í Kópavogi mun taka við rekstri hjúkrunarheimilanna um næstu mánaðamót. 

Ásthildur segir í viðtalinu að lög um aðilaskipti tryggi að núverandi starfsmenn haldi sínum kjörum út samningstímabil gildandi kjarasamninga en mikil starfsmannavelta sé á hjúkrunarheimilum og nýir starfmenn verða ráðnir inn á öðrum kjarasamningum, svo að rekstrarkostnaður fari bráðlega að lækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina