Svört skýrsla um störf læknisins

Læknirinn starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Læknirinn starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Helgi Bjarnason

Landlæknir er sagður hafa gert hátt í 50 síðna úttekt á máli læknis sem sakaður er um röð mistaka. Meðal annars er hann sakaður um að hafa sent fólk í lífslokameðferð án þess að þörf hafi verið á því. 

Í frétt Stöðvar 2 um málið segir að læknirinn hafi hafið störf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) árið 2018 eða þar til hann lét sjálfur af störfum eftir að athugasemdir bárust um störf hans.

Þá segir að Landlæknisembættið hafi gert umfangsmikla úttekt. Þar hafi komið fram að læknirinn hafi gert röð mistaka.

Þá er rætt við Sveinbjörn Guðmundsson son áttræðrar konu sem heldur því fram að læknirinn hafi neitað sárþjáðri móður hans um viðeigandi læknismeðferð. Sveinbjörn hafi ítrekað óskað eftir betri meðferð en hafi ekki fengið hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert