„Ég er formlega sameinaður gjafanum mínum“

Guðmundur Felix fagnaði tímamótunum með girnilegum pönnukökum sem sjást betur …
Guðmundur Felix fagnaði tímamótunum með girnilegum pönnukökum sem sjást betur hér að neðan. Ljósmynd/Guðmundur Felix

Sex vikur eru síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi. Um er að ræða tímamót þar sem það tekur einmitt sex vikur fyrir sinar og vöðva hans og handleggjagjafans að gróa saman. 

„Ég er formlega sameinaður gjafanum mínum,“ skrifaði Guðmundur Felix í færslu á Facebook. Hann ákvað að fagna tímamótunum með pönnukökum með sultu og sýrópi. 

Í athugasemdum við færsluna rignir hamingjuóskum yfir Guðmund Felix sem virðist hæstánægður með gang mála. mbl.is