Yfir 400 skjálftar mælst frá miðnætti

Skjálftar í nágrenni Keilis hafa fundist víða.
Skjálftar í nágrenni Keilis hafa fundist víða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfir 400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Þar af hafa ellefu skjálftar mælst þrír eða stærri, en sá stærsti þeirra mældist 3,8 um klukkan hálfþrjú í nótt og fannst hann víða á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. 

Annar skjálfti, af stærð 3,7, mældist 04:14 í morgun og fannst hann á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að skjálftahrinan sé nú einkum bundin við svæðið milli Fagradals og Keilis. 

Hrinur sem þessar eru ekki einsdæmi á þessu svæði. Til dæmis mældust um fimm skjálftar af stærð 4,9 til 5,9 við Fagradalsfjall 10. júní 1933. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert