Verða við óskum um að sjá eldgosið í myrkri

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar í Grinda­vík, segir 70-100 bíla vera við gossvæðið en lögreglan á Suðurnesjum ákvað fyrr í dag að loka skyldi aðgengi að svæðinu klukkan 21 í kvöld. Segir Bogi almennt ganga vel að rýma svæðið.

Gossvæðið verður opnað aftur á hádegi á morgun og verður að sögn Boga ekkert viðbragð frá björgunarsveitum fyrr en þá. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður svæðið vaktað á morgun til miðnættis.

Bogi segir ástæðuna fyrir breyttum tíma þá að verið sé að mæta óskum þeirra sem vilji sjá eldgosið í myrki. „Þú sérð hvað við erum góðir í okkur. Við verðum við óskum, meira að segja með eldgos í gangi,“ segir Bogi. 

Spurður hvort aðgengi að gosstöðvunum verði áfram frá hádegi til miðnættis segir Bogi að það eigi eftir að sjá hvernig breyttur tími komi út um helgina.

Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar.
Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bogi bendir að lokum á að það hafi snjóað mikið á gossvæðinu og því verði fólk að fara varlega. „Það er ekki saltað og rutt þarna. Þetta er ekki eins og höfuðborgin,“ segir Bogi og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert