Ný gosop hafa myndast

Ný gosop hafa myndast í Geldingadölum.
Ný gosop hafa myndast í Geldingadölum. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Nýjar sprungur, eða gosop, hafa myndast á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Líkast til er um að ræða fjórar nýjar sprungur.

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Hún segir enn fremur að sprungurnar sjáist vel í vefmyndavél mbl.is sem er á gossvæðinu.

Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar funda vegna þessara atburða en Elísabet segir sprungurnar á sama svæði og hinar fyrri og því þróist gosið eins og búist hafi verið við.

„Þetta heldur áfram að opnast og við getum búist við svipaðri þróun áfram,“ segir Elísabet.

Fram kemur í facebook-færslu eldfjalla- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands að athyglisvert sé að ekki virðist nein augljós breyting hafa orðið á virkninni í gígunum sem voru fyrir á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert