Einn á gjörgæslu en kominn úr öndunarvél

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Þrír eru inniliggjandi á Landspítala með kórónuveirusmit, þar af einn á gjörgæslu. Sá er á batavegi og er kominn úr öndunarvél.

Tveir þeirra Covid-19-smituðu á spítalanum eru um sjötugt og einn á fimmtugsaldri, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala.

Sá sem er á gjörgæslu er um sjötugt en hann kom hingað með flugi og þurfti vélin að millilenda vegna veikinda hans.

Inn­lagn­ir á gjör­gæslu eru nú orðnar 54 frá byrj­un far­ald­urs­ins sam­kvæmt töl­fræði á covid.is.

mbl.is