22 börn á Jörfa með veiruna

Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði.
Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttkví þeirra starfsmanna og barna af leikskólanum Jörfa sem ekki greindust með kórónuveitusmit í fyrstu skimun um liðna helgi lýkur í dag með sýnatöku.

Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs hjá Reykja­vík­ur­borg, í samtali við mbl.is. 

Hann fékk ekki fregnir af neinu smiti tengdu leikskólanum í gær en eftir miðvikudaginn voru smitin alls 56.

19 starfsmenn eru smitaðir, 22 börn og 15 tengdir aðilar; systkini eða foreldrar barna í leikskólanum.

Í leik­skól­an­um eru tæp­lega 100 börn og þar starfa 33 og síðar í dag eða kvöld kemur í ljós hvort fleiri greinast að lokinni sjö daga sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert