Sköpunargáfan og tækni morgundagsins

Síbreytilegum heimi þarf útsjónarsemi og sköpunarkraft, segir Þóra Óskarsdóttir.
Síbreytilegum heimi þarf útsjónarsemi og sköpunarkraft, segir Þóra Óskarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Skólastarf er í eðli sínu afar skapandi og börn eru alltaf að læra eitthvað nýtt. Við þurfum samt sem áður að gera miklu betur, svo mikilvægar eru skapandi greinar sem framtíðarfög,“ segir Þóra Óskarsdóttir, forstöðumaður Fab Lab Reykjavík.

Smiðja undir þeim merkjum er starfrækt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og þjónar hún framhalds- og grunnskólum í borginni auk háskóla. Heiti smiðjunnar er stytting úr ensku á Fabrication Laboratory, sem útlagst gæti sem nýsköpunarsmiðja. Fyrirmyndin er sótt til MIT-tækniháskólans í Boston í Bandaríkjunum sem er leiðandi á heimsvísu í frumkvöðlastarfi.

Fab Lab Reykjavík var sett á laggirnar snemma árs 2014 og er starfsemin fjármögnuð af ríki og Reykjavíkurborg. Til staðar eru margvísleg tól og tæki, svo sem tölvur, þrívíddarprentarar, fræsivélar, geislaskerar, hitapressur, sagir, rafeindatæki og stafræn saumavél svo eitthvað sé nefnt. „Þarna gefast fólki tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með stafrænni tækni. Hingað kemur ungt námsfólk í um 8.500 heimsóknum á ári, en einnig getur almenningur leitað í smiðjuna ef vantar aðstöðu til að skapa nýja hluti sem hugmyndir eru að,“ segir Þóra í umfjöllun um mál þetta í Morgmblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert