Sexhjól og fjórhjól frá björgunarsveitum

Björgunarsveitarmenn í Heiðmörk í dag.
Björgunarsveitarmenn í Heiðmörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna sinueldsins í Heiðmörk og höfðu þær meðferðis sexhjól og fjórhjól, auk þess sem stjórnstöðvarbíll frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er í notkun á vettvangi.

Hann hýsir þá sem stjórna aðgerðum, þar á meðal fólk frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og heilbrigðiseftirlitinu, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Lögreglumenn stöðva umferð í Heiðmörk.
Lögreglumenn stöðva umferð í Heiðmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls eru um 15 manns frá Landsbjörg í Heiðmörk og eru einhverjir þeirra að aðstoða lögregluna við að loka vegum og stjórna umferð.

Davíð Már minnir fólk á að veita viðbragðsaðilum rými til að vinna sína vinnu.

mbl.is