Ingibjörg vill í 4.-5. sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Ingibjörg H. Sverrisdóttir.
Ingibjörg H. Sverrisdóttir. Ljósmynd/Berglind Ýr Jónasdóttir

Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni (FEB), gefur kost á sér í 4.-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir komandi prófkjör.

Prófkjörið fer fram dagana 4. og 5. júní næstkomandi.

„Formenn stærstu félaga eldri borgara, innan vébanda Landssambandsins, sendu frá sér áskorun til allra flokka sem sæti eiga á Alþingi í febrúarmánuði síðastliðinn. Þar skoruðum við á flokkana að tryggja eldra fólki sæti á framboðslistum þeirra enda verða á þessu ári um 75.000 manns á Íslandi, 60 ára og eldri, þar af verða um 45.000 67 ára og eldri. Þessi hópur þarf rödd í samfélaginu. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér enda brenn ég fyrir hagsmunum eldri borgara,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Málefni og kjör eldra fólks eiga hug minn allan og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í baráttunni fram undan fyrir bættum lífsgæðum eldra fólks,” segir Ingibjörg H. Sverrisdóttir í tilkynningu.

Framboðsfrestur rann út síðdegis í gær og bætist Ingibjörg því á lista með þeim tólf frambjóðendum sem vitað er að skiluðu inn framboði.

Þau eru:

 • Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. sæti
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 1. sæti.
 • Sigríður Á. Andersen, 2. sæti.
 • Brynjar Níelsson, 2. sæti.
 • Birgir Ármannsson, 2.-3. sæti. 
 • Diljá Mist Einarsdóttir, 3. sæti.
 • Ingibjörg H. Sverrisdóttir 4.-5. sæti.
 • Hildur Sverrisdóttir, 3.-4. sæti. 
 • Kjartan Magnússon, 3.-4. sæti. 
 • Friðjón R. Friðjónsson, 4. sæti. 
 • Herdís Anna Þorvaldsdóttir, 4.-5. sæti
 • Birgir Örn Steingrímsson
 • Þórður Kristjánsson
mbl.is