Hringrás á Suðurnesjum

Karl Eðvaldsson kynnir hugmyndir um sorporkustöð.
Karl Eðvaldsson kynnir hugmyndir um sorporkustöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bygging hátæknisorporkustöðvar í Helguvík er meðal verkefna sem kynnt voru á ráðstefnunni „Sjálfbær framtíð Suðurnesja“ í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær.

Þar voru kynntar niðurstöður Suðurnesjavettvangs sem sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa unnið að til að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og efla atvinnulíf og styrkja innviði svæðisins í anda sjálfbærrar framtíðar.

Á fundinum undirrituðu nokkur fyrirtæki og samtök viljayfirlýsingu um að koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum í anda Auðlindagarðs HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi. Hugmyndin er að aðilar leitist við að deila, selja og/eða kaupa aukaafurðir vegna starfsemi sinnar, með það að markmiði að auka árangur í efnahags-, umhverfis- og félagslegum málum.

Í skýrslu um græna iðngarða og sorporkustöð, sem Karl Eðvaldsson forstjóri ReSource International kynnti, segir að Suðurnesin séu kjörinn staður fyrir nýja hátæknisorporkustöð. Gott land væri í Helguvík og fyrir væri sorpbrennsla Kölku. Suðurnesjamenn hefðu þekkingu á rekstri sem þessum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »