Fulla ferð áfram með Þjóðhátíð

Þjóðhátíð var síðast haldin í Vestmannaeyjum sumarið 2019.
Þjóðhátíð var síðast haldin í Vestmannaeyjum sumarið 2019. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Nú verður bara allt sett á fullt við að græja eina flottustu Þjóðhátíð sögunnar,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. 

Ríkisstjórn Íslands tilkynnti að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs Covid-19 innanlands verði aflétt frá og með miðnætti, á blaðamannafundi klukkan 11 í dag.

Blysin tendruð í Herjólfsdal, þar sem hjartað slær.
Blysin tendruð í Herjólfsdal, þar sem hjartað slær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hörður Orri segir að skipulag hafi verið unnið með það fyrir augum að halda Þjóðhátíð án takmarkana.

„Þetta er það sem við höfum reiknað með og höfum unnið eftir frá því að við ákváðum að halda Þjóðhátíðina í ár. Þetta eru bara æðislegar fréttir,“ segir Hörður Orri um fréttir þess efnis að verið sé að aflétta öllum fjöldatakmörkunum innanlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert