Lögreglurannsókn hafin

Lögreglurannsókn er hafin á hópslysinu á Akureyri í dag, þar sem 63 börn voru í hoppukastala er tókst á flug í vindhviðu. Svo segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu RÚV.

Hópslysaáætlun var í gildi í fyrsta sinn á svæðinu. Páley segir í samtali við RÚV að það sé alvarlegsta stigið, þegar rautt útkall berist. Hún bætir við að þetta hafi litið illa út en sem betur fer hafi betur farið en fyrst á horfðist.

Hún segir að viðbragðsaðilar eigi eftir að skoða hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur, en aðgerðastjórn á svæðinu hefur lokið starfi sínu.

mbl.is