500 snæddu kæsta skötu á Skötumessu

Frá Skötumessu í kvöld.
Frá Skötumessu í kvöld. mbl.is/Guðni

Höfugur ilmur af kæstri skötu, saltfiski og plokkfiski fyllir salinn í Gerðaskóla í Garði. Þar eru nærri 500 gestir að gæða sér á kræsingunum og njóta fjölbreyttra skemmtiatriða. 

Hápunktur kvöldsins er þegar styrkjum Skötumessunnar er úthlutað til margra góðra málefna á Suðurnesjum. Styrkirnir eru fjármagnaðir af aðgangseyri og styrkjum stuðningsaðila Skötumessunnar.

mbl.is