Lilja ræðir við stjórn KSÍ í dag

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun ræða við stjórn KSÍ …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun ræða við stjórn KSÍ síðar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun ræða við stjórn KSÍ síðar í dag þar sem hún telur mikilvægt að brugðist verði við nýliðnum atburðum innan samtakanna. 

Mikilvægt að kynjahlutfall í stjórn sé jafnara

„Ég legg mesta áherslu á það að það eigi sér stað mikið uppbyggingastarf núna. Það er brýnt að allt gangi upp sem tengist knattspyrnunni,“ segir Lilja í samtali við mbl.is. Hún telur þá mikilvægt að kynjahlutfall stjórnarmanna verði jafnara en það er nú.

Hver er tilgangur fundarins?

„Þetta snýst um að fá yfirlit yfir hvað hefur verið að eiga sér stað og hver næstu skref eru, vegna þess að KSÍ stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stíga til hliðar og boða til aukaþings á næstu viku, þar sem kosið verður til nýrrar stjórnar. Gerist þetta í kjölfar fjölda ásakana þess efnis að sambandið hafi þaggað niður ofbeldismál landsliðsmanna í gegnum tíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert