Skora á Þorstein að segja af sér

Þorsteinn Gunnarssonar var nýlega skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála.
Þorsteinn Gunnarssonar var nýlega skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Skjáskot/RÚV

Tólf félagasamtök og fimm einstaklingar hafa undirritað yfirlýsingu og áskorun vegna nýlegrar skipunar Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála.

Félagasamtökin No Borders Iceland birtu yfirlýsinguna á Facebook-síðu sinni og segir í færslunni að yfirlýsingin ásamt áskorunum verði send formlega á dómsmálaráðherra, nýskipaðan formann kærunefndar sem og umboðsmann Alþingis, seinna í vikunni.

Í yfirlýsingunni eru tekin nokkur dæmi um störf Útlendingastofnunar en Þorsteinn var um tíma staðgengill forstjóra. 

Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL. Með þessu er grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og réttarvitund þegna þess,“ segir í yfirlýsingunni.

Með yfirlýsingunni er skorað á Þorstein að segja af sér sem formaður kærunefndar útlendingamála vegna vanhæfis. 

Við skorum á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að gera grein fyrir skipun hæfnisnefndarinnar, niðurstöðum hennar og birta öll gögn úr skipunarferlinu, samskipti og ferla. Síðast en ekki síst hvetjum við [u]mboðsmann Alþingis til að fara í frumkvæðisathugun á umræddri skipun með sérstaka áherslu á traustssjónarmið.“

mbl.is