Hraun flæðir yfir gönguleið A og niður í Nátthaga

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé um aukna virkni að ræða í eldgosinu heldur sé hraun að flæða í Geldingadali meðfram varnargörðunum, yfir gönguleið A og niður í Nátthaga.

„Fólk gengur á þessu svæði og því þarf að rýma svæðið þar sem það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvert hraunið flæðir.“

Bjarki segir að hraunið komi ekki úr gígnum sjálfum heldur úr gati sem er í hlið gígsins. „Það hefur flætt hraun í Geldingadali í nokkra daga úr opi á vestanverðum gígnum. Þar hefur safnast upp hraun.“

Bjarki segir að á myndum að sjá flæðir nú undir hraunið, suður af gígnum af miklum hraða. 

Hann segir að Veðurstofan fylgist náið með framvindunni en almannavarnir og lögreglan sjái um að rýma svæðið.

Sjá má vefmyndavél mbl.is í Nátthaga hér.

Frá vettvangi núna í hádeginu.
Frá vettvangi núna í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skjáskot úr myndskeiðinu.
Skjáskot úr myndskeiðinu. Mynd/Jón Kjartan Björnsson
mbl.is