Ísland orðið appelsínugult

Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu var uppfært í gær.
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu var uppfært í gær.

Ísland varð appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu í gær en landið hefur verið rauðmerkt frá 5. ágúst.

Stuðst er við sam­ræmd­an litakóða þar sem lönd eru flokkuð í mis­mun­andi hættu­flokka eft­ir ný­gengi smita og hlut­falli já­kvæðra sýna. 

Nýgengi innanlandssmita er nú 114,5 samkvæmt covid.is.

Litakóðun­ar­kerfið hef­ur þann til­gang að veita upp­lýs­ing­ar um stöðu heims­far­ald­urs­ins í hverju landi fyr­ir sig svo hægt sé að bera þau sam­an og átta sig á aðstæðum.

Það er svo und­ir hverju landi komið hvaða tak­mark­an­ir kunna að fylgja í kjöl­farið. Þá nota sum í Evr­ópu sín eig­in yf­ir­lit­skort til að meta áhættu, svo sem Þýska­land og Bret­land.

mbl.is