Von á lægð í kvöld á Suður- og Vesturlandi

Búast má við lægð á suðvestanverðu landinu í dag.
Búast má við lægð á suðvestanverðu landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kvöld er von á að lægð gangi yfir landið með vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi. Skilin færast síðan norður yfir landið í nótt með tilheyrandi úrkomu í öllum landshlutum.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag verður svo vestan og suðvestan 3-10 m/s og stöku súr en sunnan 8-13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig. Hlýjast verður austanlands.

Á þriðjudag verðir norðlæg átt um 5-13 m/s og rigning í flestum landshlutum. Almennt verður kólnandi veður á landinu og má gera ráð fyrir slyddu um norðanvert landið á meðan styttir upp sunnantil.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is