Tugir bíla bíða eftir dekkjaskiptum

Biðröðin eftir dekkjaskiptum er löng.
Biðröðin eftir dekkjaskiptum er löng. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eftir rigningu um sjöleytið í morgun á Akureyri fór að snjóa og um áttaleytið var allt orðið hvítt. Lögreglan hefur aðstoðað fólk sem hefur lent í vandræðum á bílum sínum og nóg er að gera á dekkjaverkstæðum.

Tugir bíla bíða eftir því að komast að í dekkjaskipti hjá Dekkjahöllinni. Að sögn markaðsstjórans Jóhanns Jónssonar nær röðin frá planinu og út Draupnisgötu.

„Þetta kom mjög óvænt. Það byrjaði ekki að snjóa fyrr en um hálfátta í morgun,” segir Jóhann og bætir við að það sé brjálað að gera.

„Síminn stoppar ekki en þetta gengur hratt fyrir sig,” bætir hann við.  

Jörðin var hvít á Akureyri í morgun eins og sjá …
Jörðin var hvít á Akureyri í morgun eins og sjá má á þessari mynd. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert