Skjálfti á suðvesturhorninu

Björgunarsveitarfólk úr sveitinni Þorbirni horfir að Keili.
Björgunarsveitarfólk úr sveitinni Þorbirni horfir að Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snarpur skjálfti skók suðvesturhorn landsins upp úr klukkan 11. Upptök hans voru skammt suðvestur af fjallinu Keili á Reykjanesskaga.

Jarðskjálftinn mældist 3,5 að stærð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Hans varð vart víða á suðvesturhorninu, eða allt frá Sandgerði til Reykjavíkur.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær hefur skjálftavirkni tekið sig upp að nýju í kvikuganginum sem liggur suðvestur af Keili, og var undanfari jarðeldanna sem upp komu í Geldingadölum.

Erfitt að segja til um hvað er í gangi

„Skjálfta­virkni hef­ur verið óvenju­lega lít­il meðan á gos­inu hef­ur staðið, svo að þetta er kannski end­ur­hvarf til fyrra lífs á Reykja­nesskaga,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is í gær.

„Það eru ein­hverj­ar spennu­breyt­ing­ar í gangi, en það er erfitt að segja ná­kvæm­lega til um hvað það er.“

Þegar gosið ligg­ur niðri eins og það ger­ir núna, er þá ekki mögu­legt að kvik­an byrji að brjóta sér leið upp ann­ars staðar?

„Það er vissu­lega einn af mögu­leik­un­um, að það sé breyt­ing á gosop­inu, sem sé breyt­ing á gos­inu sjálfu. En það er senni­lega lík­legra að þetta tákni ein­hvers kon­ar lægð í gos­inu eða jafn­vel endi á gosi. Þannig að það eru ýms­ar sviðsmynd­ir uppi og of snemmt að segja til um hver þeirra er í gangi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert