Klínísk kennsla flöskuháls

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grunnnám í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár á háskólastigi og er kennt við Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann á Akureyri (HA). Grunnnám í hjúkrunarfræði tekur hins vegar þrjú til þrjú og hálft ár annars staðar á Norðurlöndum. Hvers vegna er námið lengra hér en þar?

„Kennsla í hjúkrunarfræði á Íslandi byggir mikið á bandarískri og kanadískri fyrirmynd og er námið 240 ECTS einingar og talið mjög gott á alþjóðavettvangi,“ sagði Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent og formaður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. „Við teljum að þetta þurfi til, til þess að tryggja gæði námsins og einnig er stór hluti námsins klínískt, það er á vettvangi.“

Margrét sagði að námskeið, sem kennd eru á síðasta misseri í hjúkrunarfræði við HA, geti nemendur síðan fengið metin inn í framhaldsnám í hjúkrunarfræði.

Margrét Hrönn Svavarsdóttir.
Margrét Hrönn Svavarsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert