Setja fjármuni í þróun streymisveitu

Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, …
Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar. mbl.is

Meðal verkefna sem fjármunum er veitt til í nýjum fjárlögum er þróun innlendrar streymisveitu. Kemur þetta í framhaldi af kvikmyndastefnu til ársins 2030, en Kvikmyndamiðstöð greindi frá því fyrr á árinu að vinna við slíka streymisveitu væri hafin.

Í fjárlögum kemur fram að 510 milljónum verði veitt aukalega í framkvæmd kvikmyndastefnu með áherslu á bætt sjóðakerfi og starfsumhverfi. Undir því er meðal annars þróun streymisveitunnar og aukin verkefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Ekki kemur þó fram hvernig þessar 510 milljónir muni skiptast milli verkefnanna.

Á vef Kvikmyndamiðstöðvar frá í vor má lesa að grundvallarhugmynd verkefnisins sé að auðvelda aðgengi að að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.

Væri efnisframboð slíkrar veitu háð áhuga og samþykki rétthafa í hverju tilviki, en ætlunin er að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir og þættir eru ekki fáanlegar annarsstaðar. Veitunni er ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert