Heildartekjur hækka um 178 milljarða

Áætluð heildarafkoma ríkisjóð er neikvæð um 186 milljarða í ár.
Áætluð heildarafkoma ríkisjóð er neikvæð um 186 milljarða í ár. mbl.is/Hari

Heildartekjur ríkissjóðs samkvæmt fjárlögunum í ár verða 952 milljarðar miðað við 774 milljarða í fyrra og því batnar afkoma ríkissjóðs um 140 milljarða milli ára. Áætluð heildarafkoma ríkisjóð er neikvæð um 186 milljarða í ár.

Afkomubatinn milli ára skýrist aðallega af hærri tekjum vegna bættra efnahagshorfa og tímabundnar ráðstafanir ríkissjóð vegna kórónuveirufaraldursins eru að renna sitt skeið.

Ekki auðvelt að draga úr hallarekstri

Reiknað er með því að tekjur verði 66 milljörðum hærri en upphaflega var reiknað með í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í heilbrigðisþjónustu og hækkar hún um 16,5 milljarða milli ára. Á móti hafa framlög til vinnumarkaðar og atvinnuleysis minnkað um 21,4 milljarð og framlög til samgöngu- og fjarskiptamála lækkað um 8,2 milljarða.

Ekki verður auðvelt að draga úr hallarekstri ef faraldurinn heldur áfram að geysa í sama mæli og hefur verið segir í hagsjánni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK