Óvissustig vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum

Horft yfir Grímsvötn.
Horft yfir Grímsvötn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum. Leiðni og rennsli hafa farið hækkandi í Gígjukvísl sem bendir til þess að vatn úr Grímsvötnum sé byrjað að renna undan jökuljaðrinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Merki um að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga komu fram á miðvikudaginn 24. nóvember síðastliðinn þegar gögn fóru að berast frá Grímsfjalli. Mannvirki eru ekki talin í hættu en hlaupvatnið mun renna undir brúna yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1. 

Fólk er varað við því að fara að upptökum hlaupsins við jökuljaðar vegna hættu á gasmengun.

mbl.is