Heimilt verði að rukka fyrir nagladekkjanotkun

Notkun nagladekkja fylgir lífshættuleg svifryksmengun.
Notkun nagladekkja fylgir lífshættuleg svifryksmengun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveitarstjórnir fá heimild til að leggja á gjald, allt að 40 þúsund krónur, fyrir notkun negldra hjólbarða á ökutækjum, nái frumvarp til breytinga á umferðarlögum fram að ganga á Alþingi. Gjaldskylda væri merkt notkun negldra dekka á tilteknum svæðum, á ákveðnum tímabilum, en annars óheimil.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, flytur frumvarpið ásamt fjórum samflokksmönnum sínum.

Í greinargerð segir að með þessu skuli unnið gegn notkun nagladekkja, sem fylgi lífshættuleg svifryksmengun. Hún leggst þyngst á eldra fólk, börn, óléttar konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Reykjavíkurborg hefur margsinnis óskað þess að heimild til gjaldtöku fyrir …
Reykjavíkurborg hefur margsinnis óskað þess að heimild til gjaldtöku fyrir nagladekk verði fest í lög. mbl.is/​Hari

Ónegld vetrardekk engu verri kostur

Samkvæmt nýlegri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu megi ætla að á Íslandi verði 70 dauðsföll á ári vegna svifryksmengunar.

Enn fremur er tekið fram í greinargerð að Reykjavíkurborg hafi margsinnis óskað þess að heimild til gjaldtöku fyrir nagladekk verði fest í lög. Miklar framfarir hafa orðið í gæðum vetrardekkja og slík dekk ónegld séu engu verri kostur en negld með tilliti til aksturseiginleika, grips, hemlunar og fleiri slíkra þátta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert