Gæti dregið Ásgeir fyrir dóm í Noregi

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Kæra rithöfundarins Bergsveins Birgissonar vegna meints ritstuldar Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra verður tekin fyrir á fundi siðanefndar Háskóla Íslands á mánudaginn.

Henry Alexander Henrysson, einn nefndarmanna, staðfesti þetta við Fréttablaðið. Fleiri mál verða tekin fyrir á fundinum en meðferð mála sem þessara getur tekið upp undir hálft ár.

Bergsveinn segist ætla að sjá hvernig málið fari hjá siðanefndinni, áður en hann taki afstöðu til mögulegrar málshöfðunar. Hún yrði líklega hjá norsku forlagi hans, þar sem bókin Leitin að svarta víkingnum kom fyrst út á norsku.

Nefnd um vandaða starfshætti í vísindum, sem var skipuð fyrir tveimur árum og á að skoða kvartanir á borð við þá sem siðanefnd HÍ hefur á borði sínu, hefur aldrei tekið til starfa, að sögn Fréttablaðsins. Kvörtun Bergsveins hefur skilað sér til formanns nefndarinnar og verður hún tekin fyrir þar um leið og hún tekur til starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert