1.080 kórónuveirusmit greindust innanlands

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. mbl.is/Ari Páll

1.080 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. 54 prósent voru í sóttkví við greiningu. Nýgengi innanlandssmita er 4.210 en var 3.926 fyrir helgi.

Þetta kemur fram á Covid.is.

Alls voru 6.309 sýni greind síðastliðin sólarhring, þar af 4.129 einkennasýni.

114 kórónuveirusmit greindust við landamærin en þar voru 1.118 sýni greind. Nýgengi landamærasmita er 483.

Miðað við upplýsingar frá Landspítalanum í morgun eru langflestir hinna smituðu einkennalausir eða einkennalitlir. Þó er eitthvað um alvarleg veikindi en 45 liggja á sjúkrahúsi, þar af sjö á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. Einnig er einn þeirra sem er í eftirliti göngudeildar Landspítala rauðmerktur og 153 gulmerktir. Sérstaklega er fylgst með veikindum þeirra sem eru merktir rauðir eða gulir.

mbl.is