Hvenær er heppilegast að taka sér frí?

Formenn stjórnarflokkanna þriggja.
Formenn stjórnarflokkanna þriggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki óþekkt að þingmenn og ráðherrar fari í frí þótt að þingið sé starfandi en mikil óánægja var á meðal stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær vegna fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra.

„Ráðherrar eru oft starfandi á tímum sem þingið er ekki starfandi. Það má ekki gleyma því. Þannig að ég í sjálfu sér veit það að bæði þingmenn og ráðherrar núna eru í fríi frá skyldustörfum þrátt fyrir að þing sé starfandi,“ segir Katrín í samtali við mbl.is. 

Er tímasetningin athugaverð?

„Ætli það sé ekki bara hægt að deila um það hvaða tími sé heppilegastur,“ segir Katrín.

Málið hafi verið vel undirbúið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagðist ekki gera athugasemdir við frí Bjarna og sagði alla þurfa að geta farið í frí.

„Þú getur ekki alltaf stjórnað tímasetningunum á því,“ bætti Sigurður við.

Þá sagði Sigurður að honum þætti tímasetningin ekki athugaverð. „Nei málið er bara vel undirbúið af mörgum í langan tíma og staðgengill auðvitað sem fylgir því úr garði,“ sagði hann. En fyrsta mál á dag­skrá í gær var frum­varp Bjarna um að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu trygg­inga­gjalds til stuðnings fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert