Tveir áhrifavaldar í vélinni

Horft yfir Þingvallavatn. Um borð í vélinni voru tveir áhrifavaldar …
Horft yfir Þingvallavatn. Um borð í vélinni voru tveir áhrifavaldar og starfsmaður fatalínunnar Suspicious Antwerp. mbl.is/Sigurður Bogi

Farþegarnir þrír sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni voru á ferðalagi um Ísland. Tveir þeirra hafa starfað sem áhrifavaldar en sá þriðji hefur starfað á vegum fatalínunnar Suscpicious Antwerp. Fatalínan sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær

Belgískir miðlar segja frá því að belgíski áhrifavaldurinn og ævintýramaðurinn Nicola Bellavia, á fertugsaldri, hafi verið um borð í vélinni. Hann hafi ferðast vítt og breitt um allan heim og sýnt frá ferðalögunum á Instagram. Er Bellavia ættaður frá Brussel en búsettur í Walloon Brabant í Belgíu.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu og unnustu Bellavia, sem belgíski miðillinn 7Dimanche greinir frá, er hans minnst sem manns náungakærleiks, sem helgaði líf sitt sköpun góðra samverustunda með fólkinu í kringum sig. Hans sé sárlega saknað.

mbl.is