Fólk á illa útbúnum bílum haldi sig heima

Víða er þungfært á höfuðborgarsvæðinu.
Víða er þungfært á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk sem ekki er á vel búnum bílum að vera ekki á ferðinni í dag þar sem slæm færð er á vegum.

Nokkuð er um að ökumenn hafi fest bíla sína í morgun en mikið hefur snjóað síðastliðinn sólarhring og eru flestar íbúðagötur illfærar.

Aðeins betri færð er á stofnbrautarkerfinu og munu verktakar og veghaldarar leggja áherslu á að halda þeim opnum í dag, að sögn Guðbrands Sigurðssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Áhersla verður lögð á að halda stofnbrautum opnum en þung …
Áhersla verður lögð á að halda stofnbrautum opnum en þung færð er í efri byggðum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hann varar þó við því að þó dragi úr snjókomu er spáð hvassviðri og skafrenningi í dag þannig það mun draga í skafla víðs vegar um borgina.

Verður því færðin erfið fram eftir degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert