Hafa þurft að hætta við átta sjúkraflug

Sjúkraflugvél Mýflugs á Reykjavíkurvelli eftir útkall á dögunum.
Sjúkraflugvél Mýflugs á Reykjavíkurvelli eftir útkall á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

„Veturinn hefur verið erfiður, sérstaklega frá áramótum. Það hefur verið mikið um vont veður sem ekki hefur verið hægt að fljúga í,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs.

Rysjótt tíð undanfarið hefur sett svip sinn á sjúkraflug á landinu sem Mýflug sinnir. „Þetta er erfiðasti vetur sem ég man eftir, alla vega frá áramótum. Mjög vindasamt og vont veður.“

Mýflug hefur farið í um 100 sjúkraflug það sem af er ári og segir Leifur það svipaðan fjölda og síðustu ár. Hins vegar hefur ekki verið unnt að sinna öllum beiðnum um sjúkraflug. „Við höfum þurft að vísa frá fleiri ferðum en ég man eftir áður. Þær eru orðnar átta talsins í ár, þar af ein í óveðrinu á mánudaginn. Það var til Vestmannaeyja en veðrið var gjörsamlega kolbrjálað og við komumst ekki. Gæslan fór í það flug.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert