Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

mbl.is/​Hari

Tveir karlar á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. mars vegna árásar í Grafarholti 10. febrúar þar sem skotið var á karl og konu. 

Þetta var ákveðið á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á árásinni, að því er kemur fram í tilkynningu.

Gæsluvarðhaldið yfir mönnunum tveimur átti að renna út í dag. 

Fram hef­ur komið að meiðsli fólks­ins sem varð fyr­ir árás­inni hafi verið tölu­verð en hvor­ugt þeirra er í lífs­hættu.

Ann­ar maður­inn var hand­tek­inn í hús­næði við Miklu­braut morg­un­inn eft­ir skotárás­ina þar sem lög­regla og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins. Hinn maður­inn var hand­tek­inn eft­ir há­degið sama dag. Þá hef­ur verið lagt hald á öku­tæki og skot­vopn, sem lög­regl­an tel­ur að hafi verið notað við verknaðinn. 

Lög­regl­an hef­ur staðfest að tengsl séu á milli árás­ar­mann­anna og fórn­ar­lambanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert