Fordæmir fjöldamorðin í Bucha

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir fjöldamorð sem hafa átt …
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir fjöldamorð sem hafa átt sér stað í bænum Bucha, í útjaðri Kænugarðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir algerlega fjöldamorð á íbúum bæjarins Bucha í útjaðri Kænugarðs, auk þeirra sem orðið hafa umhverfis Kænugarðs.

Rússneskir hermenn hafa skotið fjölda fólks þar og hafa að minnsta kosti 280 íbúar bæjarins verið grafnir í fjöldagröfum í kjölfarið.

Kom þetta í ljós eftir að rússneskar herveitir hófu að hörfa frá Kænugarði og borginni Tsérnehív.

„Saklausar fjölskyldur, þar á meðal börn, hafa verið rænd framtíðinni. Þetta stríð verður að taka enda,“ sagði hún og bætti við að árasárfólkið þyrfti að ábyrgjast gjörðir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert